Einstaklega einföld grænmetis-pasta baka

Uppskriftarflokkur

Heilbrigð pastabaka er hinn fullkomni sælumatur. Þessi girnilega baka tekur örskamma stund að undirbúa og er frábær máltíð fyrir alla fjölskylduna.

Mynd
Cheesy pasta dish with vegetarian sausages and topped with mozzarella cheese and basil
Undirbúningstími
5mínútur
Eldunartími
20mínútur
Skammtafjöldi
4
Erfiðleikastig
Auðvelt
Innihald
400g heilhveiti pasta
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 pakki bulsur
400g niðurskornir tómatar
50g niðurskornir, sólþurrkaðir tómatar
1 "klípa" sykur
3 msk rautt pestó
50g cheddar ostur
Basil eða blandaðar jurtir
100g mozzarella ostur
Leiðbeiningar
  1. Sjóddu pastað í potti með nægu vatni þangað til það er fulleldað.
  2. Á meðan pastað sýður, skerðu niður laukin og steiktu hann á pönnu með hvítlauknum og smá olíu þangað hann verður mjúkur og laukurinn gegnsær.
  3. Bættu bulsunum við. Þegar þær eru brúnaðar, taktu þær upp úr og skerðu í góða bitastærð.
  4. Settu bulsurnar aftur saman við og bættu við tómötum, sykri, pestó og sólþurrkuðu tómötunum. Kryddið eftir smekk. Látið krauma þangað til megnið af vökvanum af tómötunum hefur gufað upp.
  5. Tæmdu vatnið af pastanu og bættu því við pönnuna með bulsunum og tómötunum. Bættu við helmingnum af cheddar ostinum og færðu svo yfir á grunnan disk eða form. Stráðu restinni af cheddar ostinum og mozzarella ostinum yfir diskana. 
  6. Grillaðu í 10 mínútur eða þangað til osturinn er farinn að gulna. Borið fram með basillaufum.